Gústaf Jarl Viðarsson og Sævar Hreiðarsson skógræðingar hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur tóku á móti félagsmönnum AÍ í Heiðmörk þriðjudaginn 5. júní. Við hittumst í smiðjunni, verkstæði þeirra, þar sem þeir fóru yfir starf sitt. Við fengum mjög áhugaverða kynningu á þeim trjám sem vaxa í Heiðmörk, hvernig þau er meðhöndluð eftir að þau eru felld og hvernig hægt er að nýta viðinn. En Skógrækt Reykjavíkur er að vinna með alaskaösp, sitgagreni, stafafura, birki og rússalerki.  Í lokin á góðri fræðslu og skógarkaffissopa söguðu þeir fyrir okkur sitgagrenisbol í borð og fóru yfir ferlið hvernig borðin eru þurrkuð.

Takk fyrir okkur!