Alþjóðlegur dagur arkitektúrs var haldinn hátíðlega í gær. Félagsmenn AÍ buðu upp á fimm ólíkar og spennandi göngur í tilefni dagsins. Vel var mætt í allar göngurnar þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki sýnt sitt besta bros þennan dag. Við þökkum Sigríði Magnúsdóttur, Helga Mar Hallgrímssyni, Ingva Þorbjörnssyni, Orra Árnasyni, Sigursteini Sigurðssyni, Guðmundir Gunnarssyni og Guðrúnu Fanneyju Sigurðardóttur kærlega fyrir skemmtilegar og vel heppnaðar göngur!

Frekari upplýsingar um göngurnar sem farnar voru.

Hér eru nokkrar myndir: