Verðlaunaafhending í Piparkökuhúsakeppni AÍ fór fram á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 9. desember. Alls voru fimm metnaðarfull og ólík verk í keppninni í ár sem verður án efa endurtekinn að ári liðnu. Aðalheiður Atladóttir fyrrum formaður AÍ var kynnir keppninnar en dómnefndarfulltrúar komu frá þeim fyrirtækjum sem veittu verðlaun í keppninni. Verðlaunin í ár voru glæsilegt og þökkum við öllum þeim sem tóku þátt í þessari keppni með okkur. Sérstakar þakkir fær Kjarvalsstaðir fyrir að hýsa keppnina í ár.

  • Idex Gluggar gáfu verðlaun fyrir bestu gluggana. Í verðlaun var flug til Munhcen, gisting á 4*hóteli og miði á BAU 2019. Sigurvegari: Arkiteó.
  • Sérefni gaf verðlaun fyrir fallegustu litasamsetninguna. Í verðlaun var 50.000 kr gjafakort í Sérefnum. Sigurvegari: Arkiteó.
  • Áltak ehf gaf verðlaun fyrir fallegasta þakið. Í verðlaun var 50.000 gjafakort í Áltaki. Sigurvegari: KRADS og Trípólí.
  • Epal gaf verðlaun fyrir áhugaverðasta húsið. Í verðlaun var 25.000 gjafakort í Epal. Sigurvegari: Basalt.
  • Mosfellsbakarí gaf verðlaun fyrir faglegasta baksturinn. Í verðlaun var 20.000 gjafakort í fyrirtækinu og konfektkassi með heimagerðu súkkulaði frá Hafliða Ragnarssyni. Sigurvegari: KRADS og Trípólí.