Sigurvegari Mies van der Rohe verðlaunanna í ár kemur frá Frakklandi en þar var þremur félagslegum fjölbýlishúsum með samtals 530 íbúðum umbreytt til að skapa meiri gæði. Fjölbýlishúsin, sem byggð voru í upphafi sjöunda áratugarins, voru endurgerð að innan sem að utan, eftir að sú ákvörðun var tekin að óheimilt væri að rífa þau niður.  Innra skipulagi var breytt með áherslu á að hleypa meiri birtu inn og svo fengu allar íbúðirnar stórar svalir sem bæði býður upp á meira útsýni sem og möguleika fólks á að rækta plöntur og eigið grænmeti.

Hér má lesa sér til um verðlaunahafanna 2019.