Sýningin Verk og vit 2018 verður haldin 8. mars-11. mars í Laugardalshöll. Undirtitill sýningarinnar í ár er íslenskur byggingariðnaður, skipulagsmál og mannvirkjagerð. Á sýningunni munu 120 sýnendur, fyrirtæki og stofnanir kynna vörur sínar og þjónustu en sem dæmi um sýnendur eru húsaframleiðendur, verkfræðistofur, menntastofnanir, innflytjendur, fjármálafyrirtæki, tækjaleigur, bílaumboð, steypustöðvar, hugbúnaðarfyrirtæki og starfsmannaleigur.

Föstudaginn 9. mars kl. 13:00-16:00 verður síðan haldin ráðstefna með titlinum Framtíð höfuðborgarsvæðisins, skipulag, innviðir og fjármögnun. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur ráðstefnuna. Erindi flytja Ármann Kr. Ólafsson, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og bæjarstjóri í Kópavogi, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, Una Jónsdóttir, hagfræðingur og deildarstjóri leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði, Örn Tryggvi Johnsen, rekstrarstjóri ÞG verktaka, og Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali hjá Híbýli fasteignasölu og fyrrv. formaður Félags fasteignasala. Fundarstjóri er Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður. Ráðstefnugjald er 6.900 kr

Frekari upplýsingar um sýninguna er að finna hér