Það styttist í HönnunarMars 2020. Arkitektafélag Íslands óskar eftir félagsmanni/félagsmönnum til að halda utan um dagskrá AÍ og vera fulltrúi félagsins og síns fags gagnvart stjórnanda HönnunarMars.
Hlutverk:
  • Vinna að hugmynd með félagsmönnu AÍ um þátttöku á HMars. Hlutverk verkefnastjóra væri þá m.a. að sækja um styrki, t.a.m. í Menningar-og ferðamálaráð, Hönnunarsjóð og hjá fyrirtækjum.  Þannig er hægt að vinna sýningu / verkefni og mögulega greiða verkefnastjóranum fyrir vinnuna.
  • Halda utan um sýningar félaganna og verið tengiliðir við sýnendur úr sínum fögum.
  • Funda með stjórnandi HönnunarMars nokkrum sinnum á tímabilinu.
Endilega sendið póst á ai@ai.is ef þið hafið áhuga á þessu spennandi, lærdómsríka og gefandi verkefni.