Alþjóðlegur dagur arkitektúrs er haldinn fyrsta mánudag í október ár hvert um allan heim. Arkitektafélag Íslands mun að sjálfsögðu halda upp á þennan dag hátíðlega eins og áður og efnir til málþings mánudaginn 2. október. Í tilefni þessa óskar Arkitektafélagið eftir verkefnastjóra til að halda utan um og skipuleggja málþingið í samstarfi við stjórn og starfsmenn AÍ. Áhugasamir hafi samband við Gerði Jónsdóttur með því að senda póst á gerdur@ai.is. Við viljum vekja athygli á því að starfið er launað starf. Hlökkum til að heyra frá ykkur!