Alþjóðlega ráðstefnan „Verndarsvæði og þróun byggðar,“ verður haldin í Veröld, húsi Vigdísar, föstudaginn 27. apríl næstkomandi.

Umræðuefnið er hvernig byggðaþróun og verndarsvæði geta sem best farið saman. Hér á landi hefur verið tilhneiging til að hafa þetta í aðskildum hólfum. Reynsla annarra þjóða sýnir að náttúruvernd getur farið saman með nýtingu, byggð og atvinnuuppbyggingu sem er í sátt við umhverfið.

Við höfum fengið sex erlenda fyrirlesara til að segja frá áhugaverðum dæmum um lausnir sem tryggja vernd samhliða hagnýtingu náttúrugæða og menningararfs, sem beint eða óbeint tengist hinu verndaða.

Við teljum að þessi umræða eigi erindi við alla sem sinna skipulagsmálum, náttúruvernd og umhverfismálum eða láta sér annt um þennan málaflokk.

Að ráðstefnunni stendur Hrífandi, félag um náttúrumenningu, í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið.

Dagskráin:

Ráðstefnustjóri: Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur

 • 10:00   Sigurður Gísli Pálmason stofnandi Hrífanda setur ráðstefnuna
 • 10:15   Peter Crane, Cairngorms National Park, Skotlandi
 • 10:50   Rita Johansen,Vegaøyan, Noregi
 • 11:20   Elliott Lorimer, Forest of Bowland, Englandi
 • 12:00   Hádegisverður
 • 13:00   Ávarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra
 • 13:20   Miguel Clüsener-Godt, Man and the Biosphere, UNESCO
 • 14:00   Carol Ritchie, EUROPARC
 • 14:30   Jukka Siltanen, MS in Environment and Natural Resources, Finnlandi
 • 15:00   Pallborðsumræður
 • 15:30   Fundi slitið

Upplýsingar á netinu