Í haust mun Arkitektafélag Íslands standa fyrir röð vettvangsferða fyrir meðlimi félagsins. Fyrsta ferðin verður 21. september nk. Þar mun Pétur H. Ármannsson leiða okkur um Hafsteinshús, hannað af Högnu Sigurðardóttur. Skráning sendist á netfangið ai@ai.is fyrir 18. september, aðgangseyrir er 3.500 kr – takmarkaður fjöldi. Skoðunarferðin hefst kl. 17.30 fyrir utan Bakkaflöt 1 í Garðabæ.

Hlökkum til að sjá ykkur!