Önnur vettvangsferð nýs starfsvetrar hjá dagskrárnefnd verður farin þriðjudaginn 17. apríl kl. 16:00. Þá verður farið í vistvæna leikskólann Berg á Kjalarnesi, en leikskólinn er staðsettur beint fyrir neðan Klébergsskóla. Árni Friðriksson hjá arkitektastofunni ASK mun leiðsegja. Gera má ráð fyrir að það taki um 20 mínútur í bíl frá Ártúnshöfða upp í Kjalarnes. Skráið ykkur með því að senda tölvupóst á netfangið ai@ai.is fyrir kl. 17:00 mánudaginn 16. apríl.