Laugardaginn 9. mars verður þriðja vettvangsferð starfsvetrarins farin. Í þessari þriðju og síðustu vettvangsferð dasgkrárnefndar verður farið á sjálfa Bessastaði. Þar mun Friðbjörn Möller, umsjónarmaður fasteigna, ganga með okkur um Bessastaðastofu og segja frá. Ef forseti er viðlátinn mun hann heilsa upp á okkur, en það er óljóst eins og er. Eftir skoðunarferð um Bessastaða stofu verður farið í Bessastaðakirkju og þar mun félagsmaður okkar, Þorsteinn Gunnarsson, taka á móti okkur og fræða okkur.

Dagsetning: Laugardaginn 9. mars

Tímasetning: Mæting kl. 11:00

Bessastaðir geta tekið við takmörkuðum fjölda félagsmanna og því er um að gera að skrá sig sem fyrst með því að senda póst á ai@ai.is.

Vettvangsferðin er eingöngu fyrir félagsmenn AÍ.