Arkitektafélagið óskar eftir félagsmönnum til að taka að sér störf dómnefndarfulltrúa fyrir arkitektasamkeppnir á vegum A.Í.

Hlutverk dómnefndarfulltrúa í dómnefnd er að taka virkan þátt í gerð keppnislýsingar og með dómnefnd bera ábyrgð á dómsstörfum, dómniðurstöðu, birtingu úrslita og kynningu á niðurstöðu samkeppninnar.

Fyrirhugað er að halda námskeið í haust þar sem farið er nánar yfir störf dómnefndarfulltrúa.

Þið ykkar sem hafið áhuga á að vera dómnefndarfulltrúi fyrir arkitekasamkeppnir á vegum AÍ sendið póst og ferilskrá á gerdur@ai.is.

Vakin er athygli á því að starf dómnefndarfulltrúa er launað starf.