Arkitektafélag Íslands hvetur félagsmenn til að að sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið. Allir þeir sem vilja hafa áhrif og láta gott af sér leiða eru hvattir til að senda póst á Gerði Jónsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins, á netfangið gerdur@ai.is.

Um leið viljum við þakka öllum þeim, sem sinnt hafa trúnaðarstörfum fyrir félagið, kærlega fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins á síðstliðnu ári.

Kosið verður í eftirfarandi nefndir á aðalfundi félagsins 20. febrúar næstkomandi:

 • Stjórn Arkitektafélags Íslands: Óskum eftir 2 félagsmönnum. Sitjandi nefndarmaður: Karl Kvaran, núverandi ritari.
  • Stjórn félagsins fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda, sinnir rekstri félagsins og gætir
   hagsmuna félagsheildarinnar. Stjórn ber skylda til að taka á þeim deilumálum sem til hennar er skotið.
   Stjórnin heldur sérstaka gerðabók um fundi sína.
 • Samkeppnisnefnd: Óskum eftir 1 félagsmanni. Sitjandi nefndarmenn: Gunnar Örn Sigurðsson og Laufey Agnarsdóttir
  • Samkeppnisnefnd vinnur fyrir hönd féalgsins að samkeppni, sem félagið á aðild að. Um samkeppnir gilda samkeppnisreglur félagsins.
 • Dagskrárnefnd/Markaðsnefnd: Óskum eftir 3-4 félagsmönnum. Kjörið fyrir vini/kunningja að taka að sér. Sitjandi nefndarmaður: Björn H. Jóhannesson.
  • Dagskrárnefnd/markaðsnefnd: Dagskrárnefnd skipuleggur fyrir hönd félagsins dagskrá félagsstarfsins. Markaðsnefnd vinnur að auknum skilningi á mikilvægi byggingarlistar og hlutverki arkitekta í þjóðfélaginu.
 • Kjaranefnd: Óskum eftir 2 félagsmönnum. Sitjandi nefndarmaður: Una Eydís Finnsdóttir.
  • Kjaranefnd vinnur að ýmsum samskiptum félagsins við BHM og vinnur að kjaramálum félagsmanna.
 • Laganefnd: Óskum eftir 1 félagsmanni. Sitjandi nefndarmenn: Gíslína Guðmundsdóttir og Böðvar Páll Jónsson.
  • Laganefnd er stjórn félagsins til aðstoðar um félagslög, lög og lagafrumvörp.
 • Menntanefnd: Óskum eftir 2 félagsmönnum. Sitjandi nefndarmaður: Þórarinn Malmquist.
  • Menntamálanefnd fer með símenntunarmál félagsins. Menntamálanefnd er umsagnaraðili stjórnar félagsins um menntunarmál arkitekta, þegar sótt er um löggildingu á starfsheiti.
 • Siðanefnd: Óskum eftir 2 félagsmönnum. Sitjandi nefndarmaður: Guðmundur Gunnarsson.
  • Hlutverk siðanefndar er að taka afstöðu til þess hvort arkitekt hafi brotið gegn siðareglum félagsins og þá hvort brotið sé ámælisvert, alvarlegt eða mjög alvarlegt.

Öll trúnaðarstörf fyrir félagið eru unnin í sjálfboðastarfi.

Lög félagsins