Arkitektafélag Íslands vill hvetja alla arkitekta sem annaðhvort eru með sérmenntun í skipulagsfræðum eða hafa sérhæft sig í starfi á sviði skipulagsmála í amk tvö ár að skrá sig sem skipulagsráðgjafa hjá Skipulagsstofnun.

Skipulagsstofnun heldur úti lista yfir þá sem uppfylla skilyrði til gerðar skipulagsáætlana. Þeir sem uppfylla skilyrði um menntun og/eða starfsreynslu sem tilgreind eru í 7. grein skipulagslaga geta óskað eftir skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana. Þetta þýðir að þeir sem starfa við skipulag en hafa ekki sérfræðimenntun á því sviði þurfa að halda vel utan um sína vinnu þar sem skv. skipulagslögum þarf að leggja fram staðfest yfirlit yfir starfsreynslu þar sem tilgreind eru helstu verkefni á sviði skipulagsmála, umfang þeirra og í hverju viðfangsefni umsækjanda fólst í hverju verkefni þegar sótt er um skráningu.

Verklagsreglur

Umsókn ásamt fylgigögnum skal berast til Skipulagsstofnunar. Jafnframt er hægt að senda umsókn ásamt fylgigögnum með tölvupósti á netfangið skipulag@skipulag.is.

Fylgigögn til staðfestingar:

Staðfesting á heimild ráðherra til starfsheitis skv. lögum um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargeiranum, nr. 8/1996.

Ef sótt er um á grundvelli sérhæfingar í námi skal leggja fram staðfest yfirlit yfir nám þar sem tilgreind eru einstök námskeið, umfang þeirra og námskeiðslýsingar.

Ef sótt er um á grundvelli sérhæfingar í starfi skal leggja fram staðfest yfirlit yfir starfsreynslu þar sem tilgreind eru helstu verkefni á sviði skipulagsmála sem umsækjandi hefur komið að og lýsing á hlutverki umsækjanda í þeim verkefnum.

Frekari upplýsingar