Fimmtudaginn 26. apríl n.k. kl 13-16:30 verður Vistbyggðardagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta skiptið í Veröld – húsi Vigdísar.
Af hverju Vistbyggðardagurinn?
Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum alvarlegum áskorunum í umhverfismálum.
Við þurfum viðsnúning í loftslagsmálum, sérstaklega vegasamgöngum þar sem við þurfum að draga úr losun en ekki auka hana eins og við erum að gera í dag.
Hvaða lausnir höfum við í umhverfismálum? Hvað er græn bygging? Hvað er vistvænt skipulag? Hvaða borgarskipulag virkar til þess að draga úr umferð og auka lífsgæði borgarbúa?

Til þess að leysa áskoranir í umhverfismálum þurfum við að taka umhverfisvænar ákvarðanir á hverjum degi og að hafa rétta fagþekkingu.

Á Vistbyggðardaginn fáum við bæði erlenda og innlenda fagaðila með mikla þekkingu á umhverfismálum til þess að fjalla um hinar fjölmörgu grænu lausnir.

Dagskrá

Skráning á vbr@vbr.is, verð 6.000 kr. fyrir aðila að Vistbyggðarráði, 9.000 kr. fyrir aðra, 2.000 kr. fyrir háskólanema.

Skáning er hér