Vistmenntarverkefnið er nú á góðri siglingu. Síðastliðinn fimmtudag, 25. ágúst, hittust aðstandendur þess og kaflahöfundar til þess að fara yfir stöðu mála í námsefnisgerðinni n.t.t. skrifum inngangskafla, kafla um dagsbirtu og vistvæna lýsingu, kafla um vistvæn byggingarefni og kafla um áhrif landlegu og veðurfars á manngert umhverfi. Á myndinni má sjá hluta þess hóps sem kemur að verkefninu (talið frá vinstri, efri röð): Björn Guðbrandsson, Hrólfur Karl Cela (fulltrúi AÍ), Sigurður Harðarson, Halldór Eiríksson (fulltrúi LHÍ), Aðalsteinn Snorrason og Magnús Jónsson. Í neðri röð frá vinstri eru Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Ólafur Ástgeirsson (fulltrúi Iðunnar) og Kristín Þorleifsdóttir, verkefnisstjóri. Á myndina vantar Þórdísi Rós Harðardóttur, Ragnar Frank Kristjánsson og Alenu Anderlovu. Auk ofangreindra koma nú þrír aðrir arkitektar að námsefnisgerðinni en það eru þær Guðlaug Erna Jónsdóttir, Harpa Stefánsdóttir og Hildigunnur Haraldsdóttir. Reiknað er með að námsefnið verði tilbúið til kennslu næsta vor.