Þann 12. maí næstkomandi verður haldin ráðstefna á vegum Vistbyggðarráðs og Vistmenntarverkefnisins.
Fyrri hluti ráðstefnnunar er á ensku en meðal fyrirlesara eru aðilar sem hafa komið að hönnun og skipulagningu verkefna í mannvirkjageiranum þar sem sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi. Þá verður því velt upp hvernig sé hægt að auka almenna þekkingu á vistvænum aðferðum við hönnun og skipulag mannvirkja og tekin fyrir nokkur dæmi um slík verkefni, bæði hérlendis og erlendis.
Þeir sem munu halda fyrirlestra eru: Dennis Carlberg, arkitekt og forstöðumaður sjálfbærnimála við Boston University, Martin Haas, arkitekt hjá Behnisch Architecten í Þýskalandi og stjórnarmaður í þýska vistbyggðarráðinu, Harpa Birgisdóttir, verkfræðingur og sérfræðingur hjá rannsóknastofnun byggingariðnaðarins SBi í Danmörku, Mark Clough, verkfræðingur og sérfræðingur í vottunarkerfum hjá Genex í Bretlandi, Mikael Koch, arkitekt, stjórnarmaður í danska vistbyggðarráðinu og formaður félags sjálfstætt starfandi arkitekta og Helga Jóhanna Bjarnadóttir, verkfræðingur og forstöðumaður umhverfissviðs verkfræðistofunnar Eflu. Opnunarræðu heldur umhverfisráðherrra, Svandís Svavarsdóttir.
Síðari hluti ráðstefnunnar verður í vinnustofuformi þar sem reynt verður að leyta svara við spurningunni hvort vottunarkerfi séu mikilvæg tól eða markaðstæki? Markmiðið er að velta upp ýmsum hliðum umhverfisvottunarkerfa, sérstaklega þó þeirra sem lúta að staðbundnum aðstæðum. Þó verður þýska umhverfisvottunarkerfið kynnt sérstaklega en því hefur verið haldið fram að í því sé bæði gengið skrefinu lengra og tekið á mun fleiri þáttum í ferlinu heldur en önnur alþjóðleg vottunarkerfi gera þ.m.t. Breeam og Leed.
Þá munu vinnuhópar Vistbyggðarráðs kynna starfið í hópunum síðastliðið ár og verður það í höndum eftirtalinna hópstjóra: Egils Guðmundssonar hjá Arkís – Vistvænt skipulag, Kristveigar Sigurðardóttur hjá Almennu verkfræðistofunni – Endurskoðun byggingarreglugerðar, Sverris Bollasonar hjá VSÓ – Vistvæn byggingarefni, Jóns Sigurðssonar hjá Orkuveitu Reykjavíkur – Orkunýtni vistvænna bygginga, Halldórs Eiríkssonar hjá TARK- Vistvæni á Íslandi og Kristínar Þorleifsdóttur – Menntun til vistvænni byggðar.
DAGSKRÁ:
fyrri hluti (á ensku)
9:00 Setning
Sigríður Björk Jónsdóttir og Kristín Þorleifsdóttir
9:05 opnunarræða
umhverfisráðherra Svandísar Svavarsdóttur
9:20 The multiple aspects of sustainable architecture
Martin Haas, arkitekt hjá Behnisch og partners í Þýskalandi og stjórnarmaður í þýska GBC
9:50 Danish Architects interest in Sustainable Architecture
Mikael Koch, arkitekt hjá Danskeark í Danmörku og stjórnarmaður í danska GBC
10:10 Umræður
10:20 Kaffihlé
10:40 UK Rating Systems for Sustainable Buildings
Mark Clough, verkfræðingur og sérfræðingur í umhverfisvottunarkerfum hjá Genex í Bretlandi
11:00 Using international certification systems in Icelandic buildings
Helga J. Bjarnadóttir, verkfræðingur og sviðsstjóri Umhverfissviðs hjá EFLU verkfræðistofu
11:20 Lessons learned from testing four different certification methods for buildings in Denmark, Harpa Birgisdóttir, verkfræðingur og sérfræðingur hjá SBI í Danmörku
11:40 Sustainability at Boston University
Dennis Calberg, arkitekt og deildarforseti við Boston University
12:10 Umræður
12:30 Hádegishlé
seinni hluti
Vottunarkerfi- Mikilvæg tæki eða markaðsvara (á ensku)
13:30 The German rating system DGNB
Martin Haas, arkitekt hjá Behnisch og partners í Þýskalandi og stjórnarmaður í þýska
vistbyggðarráðinu (GBC).
13:45 Vistvæni á íslandi og vottunarkerfi (á íslensku)
Halldór Eiríksson, arkitekt hjá Tark
14:00 Pallborðsumræður
Martin Haas, Mikael Koch, Harpa Birgisdóttir, Dennis Carlberg og Halldór Eiríksson og Mark Clough
Kynning á starfandi vinnuhópum Vistbyggðarráðs (á íslensku)
14:30 Egill Guðmundsson, arkitekt hjá Arkís – Vistvænt skipulag,
Kristveig Sigurðardóttir, verkfræðingur hjá Almennu verkfræðistofunni –
Endurskoðun byggingarreglugerðar,
Sverris Bollasonar, verkfræðingur hjá VSÓ – Vistvæn byggingarefni,
Jóns Sigurðssonar, verkfræðingur hjá OR – Orkunýtni vistvænna bygginga,
Halldórs Eiríkssonar, arkitekt hjá TARK – Vistvæni á Íslandi og
Kristínar Þorleifsdóttir, Ph.D., landslagsarkitekt – Menntun til vistvænni byggðar.
15:45 Samtekt og lokaorð
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, formaður Vistbyggðarráðs
Hægt er að skrá sig og greiða aðgangseyri hér : (kvittun fyrir greiðslu gildir sem aðgöngumiði á ráðstefnuna)
Aðgangur að ráðstefnu fyrir einn 6.900,- kr.
Aðgangur að ráðstefnu fyrir nema 3.500,- kr.
Sigling og kvöldverður fyrir einn 9.000,- kr.
Auk vistbyggðarráðs og vistmenntar standa Arkitektafélag Íslands, Nýsköpunarmiðstöð og Leonardo Menntaáætlun ESB að ráðstefnunni.