Mánudaginn 3. apríl voru veitt verðlaun í samkeppni um stúdentagarða við Gamla Garð. Alls bárust 13 tilllögur í keppnina. Fyrstu verðlaun hlutu Ydda arkitektar; Hildur Ottósdóttir, arkitekt FAÍ og Hjördís Sóley Sigurðardóttir, arkitekt FAÍ og Dagný Bjarnadóttir, landslagsarkitekt Fíla sem höfðu að leiðarljósi samtalið við hið byggða umhverfi, söguna, samtímann og samfélagið við hönnunina.
Önnur verðlaun hlutu Andrún arkitektar; Gunnlaugur Magnússon arkitekt, Haraldur Örn Jónsson, arkitekt FAÍ og Kristján Garðarsson, arkitekt FAÍ.
Þriðju verðlaun hlutu Loop architects og Urban arkitektar; Guðmundur Gunnarsson, arkitekt FAÍ, MAA. Samstarf: Gunnþóra Guðmundsdóttir, arkitekt FAÍ og Michael Blikdal Erichsen, arkitekt FAÍ. Loop architects; Mette Nymann Nielsen, arkitekt MAA. Samstarf: Morten Nymann Nielsen, arkitekt MAA, Kristian Gatten, arkitekt MAA.
Leiðrétting: í dómnefndarálitinu á bls. 36, Almenn lýsing á að standa 102 herbergi í stað 72.
Hér má finna domnefndaralit
(Birt 4. apríl 2017)