Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli vegna Eskifjarðarsamkeppninnar.

 

Síðasta vetrardag felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun ríkisins um að svipta arkitektastofuna Einrúm ehf, fyrstu verðlaunum í hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili í Fjarðarbyggð. Jafnframt féllst dómurinn á að ríkið væri skaðabótaskylt í tilefni þess að samið var við annan keppanda um hönnunina. Einrúm var jafnframt sýknuð af kröfu ríkisins um endurgreiðslu verðlaunafjárins. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða 1,5 milljón krónur í málskostnað.

Kröfum á hendur Studio Striki ehf og Fjarðabyggð var vísað frá dómi.

Nánar um málið og dómurinn í heild sinni

 

3 Responses to Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli vegna Eskifjarðarsamkeppninnar.
 1. Halldór Eiríksson
  apríl 23, 2012 | 10:27

  Bloggheimar hafa logað í kjölfar dómsins – svona eða þannig. Það er siðaðra manna venja að setja mál í dóm þegar ekki næst lausn mála öðruvísi. Það var gert í þessu máli og enn möguleiki að því verði áfrýjað til Hæstaréttar og því ekki lokið.
  Mér finnst skipta máli að við forðum því að draga hálfa stéttina í skotgrafir með og á móti deiluaðilum málsins, heldur leyfum deilunni að takmarkast við dómshúsin og gerum ekki Arkitektafélagið eða félagsstarf þess að dómstól yfir málsaðilum.
  Hinsvegar er full ástæða til að skoða áhrif dómsins fram á og átta sig á því hvort niðurstöður hans kalli á breyttar hæfniskröfur í samkeppnum . Til slíks fundar væri æskilegt að fá lögfræðing, ótengdan málinu, sem myndi þá væntanlega getað útskýrt fyrir okkur hver hugsanleg áhrif dómsins eru á samkeppnisumhverfi okkar.

 2. Hilmar Þór
  apríl 23, 2012 | 11:39

  Þetta er rétt greining hjá Halldóri.

  Dómur er genginn og við verðum að álíta að þar hafi verið faglega unnið.

  En þessi niðurstaða er óviðunandi að mati flestra og þá þarf að gera viðeigandi ráðstafanir. Annað tveggja að áfríja eða hitt að gera einhverjar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfinu þannig að ásættanleg hagsmunafjarlægð milli dómara og keppenda sé tryggð.

  En fyrsta skrefið er að stjórn og nefndir Arkitektafélagsins stingi saman nefjum og reyni að fóta sig í málinu.

  Hinsvegar óttast ég ekki að hálf stéttin leggist í skotgrafarhernað vegna málsins. Í huga flestra er málið nokkuð ljóst þannig að meiri líkur eru á að stéttin muni standa saman um að ráða bót á reglugerðarverkinu þannig að þetta endurtaki sig ekki.

  Það verður spennandi að fylgjast með framvindunni.

 3. Dennis Davíð Jóhannesson
  apríl 23, 2012 | 12:03

  Það er líka siðaðra manna háttur að ræða málin til að fá fram
  skoðanir og ólík sjónarmið, sérstaklega í svo veigamiklu máli. Það er eðlilegt að menn velti þessu fyrir sér í ljósi þess að Kærunefnd útboðsmála komst að annarri niðurstöðu en Héraðsdómur. Vonandi verður málinu áfrýjað til Hæstaréttar til að menn velkist ekki í vafa um dómsniðurstöðuna.

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00