Síðasta vetrardag felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun ríkisins um að svipta arkitektastofuna Einrúm ehf, fyrstu verðlaunum í hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili í Fjarðarbyggð. Jafnframt féllst dómurinn á að ríkið væri skaðabótaskylt í tilefni þess að samið var við annan keppanda um hönnunina. Einrúm var jafnframt sýknuð af kröfu ríkisins um endurgreiðslu verðlaunafjárins. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða 1,5 milljón krónur í málskostnað.

Kröfum á hendur Studio Striki ehf og Fjarðabyggð var vísað frá dómi.

Nánar um málið og dómurinn í heild sinni