VINSÆLAR LEIÐIR FYRIR FERÐAMENN

Á vef Íslandsstofu segir m.a.:

„Hvernig á að þróa vinsælar leiðir fyrir ferðamenn?

Þriðjudaginn 30. október býður Íslandsstofa til kynningarfundar um National Tourist Routes í Noregi. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13-15 og eru allir velkomnir. Á fundinum mun Trine Kanter Zwerekh, kynningarstjóri hjá norsku vegagerðinni kynna National Tourist Routes, samstarfsverkefni norsku vegagerðarinnar og ferðaþjónustunnar þar í landi sem miðar að því að byggja upp vinsælar leiðir fyrir ferðamenn.“

Sjá nánar

One Response to VINSÆLAR LEIÐIR FYRIR FERÐAMENN
  1. Hallmar
    október 17, 2012 | 14:46

    „Norsk tourist vegar“ er verkefni sem íslenskir arkitektar og landslagsarkitektar hafa mikið horft til. Framlag arkitekta/hönnuða hefur haft mikið að segja í Noregi og ekki ástæða til að ætla annað en að svo eigi einnig við hér. Það má líka í þessu sambandi minna á leiðbeiningarritið: Góðir staðir, sem var unnið í samstarfi Ferðamálastofu, Framkvæmdasýslu ríkisins og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Verkefnisstjóri þess var Borghildur Sturludóttir arkitekt FAÍ.

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00