Fundur um nýju byggingareglugerðina í Reykjavík

 

Samstarf er lykill að árangri – fundaröðin um nýja byggingareglugerð heldur áfram og nú er komið að höfuðbogarsvæðinu. Næsti fundur verður föstudaginn 23. nóvember klukkan 13 – 17 í Hvammi – Grand Hótel Reykjavík.

Samtök iðnaðarins, Mannvirkjastofnun, Arkitektafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag byggingarfulltrúa standa fyrir fundum í október og nóvember um land allt um nýja byggingareglugerð, samræmingu eftirlits og leiðir til aukinna samskipta innan byggingageirans.

Um opna fundi er að ræða sem ætlaðir eru hönnuðum, tæknimönnum, iðnaðarmönnum, eftirlitsaðilum og öðrum áhugasömum.

Upphaf verkefnisins má rekja til fundar sem haldinn var á Akureyri Í lok mars 2012 þar sem berlega kom fram þörf hjá þessum aðilum að ræða um þær breytingar sem hafa átt sér stað með tilkomu hinna nýju laga og reglugerðar. Í kjölfarið var ákveðið að halda samskonar fundi sem víðast á landinu.

Tilgangur fundanna er að kynna breytt starfsumhverfi mannvirkjageirans, gefa hlutaðeigandi tækifæri til spyrja þeirra spurninga sem brenna á þeim og koma með ábendingar um hvað betur megi fara.

Dagskrá:

 • Friðrik Ágúst Ólafsson, forstöðumaður Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins
 • Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar
 • Jóhannes Þórðarson, arkitekt FAÍ
 • Magnús Sædal, formaður félags byggingafulltrúa
 • Umræður og fyrirspurnir

Fundarstjóri verður Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI Léttar veitingar

Umræður og fyrirspurnir

Fundarstjóri verður Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI

Léttar veitingar

 

4 Responses to Fundur um nýju byggingareglugerðina í Reykjavík
 1. Pétur Örn Björnsson
  nóvember 22, 2012 | 13:40

  Til hvers á hinn almenni maður og einn niðurníddur arkitekt að mæta á þessa hræsninssamkundu keisrans og hirðarinnar, tollheimtumanna og farísea?

  Getur einhver innan hirðarinnar svarað mér?

 2. Pétur Örn Björnsson
  nóvember 22, 2012 | 13:43

  Uber-verkfræðistofur, Uber-bankar og Uber-hirð þeirra.
  Er það þetta sem samFylktu hæsnsnin kalla „Nýja Ísland“?

 3. Tryggvi Tr.
  nóvember 24, 2012 | 15:00

  Þú ert allt of svartsýnn Pétur. Björn Karlsson forstjóri MVS framdi „harakiri“ þarna á staðnum enda var hann strax í upphafi máls í mikilli vörn eftir erindi Friðriks Á. Ólafssonar frá SI, en FÁÓ flutti vel rökstutt erindi um þá kostnaðarauka geta fylgt nýjum reglum BR.
  Jóhannes Þórðarson arkitekt flutti síðan vel rökstutt mál þar sem hann lagði til grundvallar hugtök s.k. „Menningarstefna í mannvikjagerð“ en það er vandað rit – afrakstur samstarfs AÍ og fulltrúa ríkisins. Þetta rit reyndi ég að fá lagt til grundvallar í sk. A-samráðshópi um ritun byggingarreglugerðar enda sat ég þar sem fulltrúi AÍ. Björn Karlsson og Magnús Sædal máttu þá ekki heyra á þetta minnst enda eru mennirnir fjandsamlegier öllum vangaveltum um fegurðarskyn, smekkvísi og menningaverðmæti. Þeir eru fullkomnir teknókratar og embættismenn ríksins. Þeir gleyma því bara að ríkið á að vera þjónn almennings og neytenda í byggingarmálum. Magnús Sædal hélt að lokum erindi í anda löngu þekkts fúllyndis og mannvonsku sem ég hef oft talið jaðra við atvinnuróg. MS lagði sig meira að segja sérstaklega fram um að skilgreina „aula“ í þaula og stærði sig af því að geta skilgreiint a.m.k. 30 gerðir af aulum. Hafðu sköm fyrir MS!
  Ég er bjartsýnn eftir fundinn enda máluðu BK og MS sig út í horn og urðu að lokum að lofa raunverulegu samráði og „lifandi endurskoðun“ á byggingarreglugerð í stað þess sýndarsamráðs sem stundað hefur verið. Guðrún Ingvarsdóttir glæsilegur fulltrúi kvenna í arkitektastétt lagði sitt til málanna, setti fram vel rökstuddar spurningar og hikaði ekki við að mótmæla fýlubaulinu í BK og MS.
  Ég er bjartsýnn eftir fundinn og tel embættismennina sjálfa hafa dæmt gamalt verklag úr leik sem merkingarlausar upphrópanir, með eigin hroka og ofstopa.

 4. Pétur Örn Björnsson
  nóvember 27, 2012 | 22:01

  Takk hjartanlega og kærlega Tryggvi fyrir uppörvandi athugasemd 🙂 Nú dauðsé ég eftir því að hafa ekki mætt og orðið vitni að stuðinu og jafnvel tekið smá syrpu þarna með góðu fólki sem blessunarlega finnst enn. Ég elska hreinlega alminlegt stuð 🙂

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00