Sameiginleg yfirlýsing AÍ, FÍLA og SFFÍ

gudjon-sam-1
(18. apríl 2015 – FRÁ STJÓRN)
Stjórnir  Arkitektafélags Íslands, Félags íslenskra landslagsarkitekta og Skipulagsfræðingafélagi Íslands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi umræðu sem hefur átt sér stað um arkitektúr og skipulagsmál, einkum í kjölfar hugmynda forsætisráðherra um málefni þessu tengdu.
Stjórnir AÍ, FÍLA og SFFÍ vilja í þessu samhengi bregðast við nokkrum af þeim atriðum sem borið hafa á góma; hugmyndir um viðbyggingu við Alþingishúsið, endurbygging Valhallar á Þingvöllum, hugmyndir um nýja staðsetningu Landspítalans og framtíð Reykjavíkurflugvallar. Sjá nánar í meðfylgjandi yfirlýsingu.
Viljum við bjóða upp á samtal um okkar byggða umhverfi, hvort sem það er stórt eða lítið, gamalt eða nýtt. Samtal um hvernig þessar stéttir vinna, við að greina umhverfið og þróa það með fagmennsku að leiðarljósi en þó umfram allt samtal um framtíðina; hvernig stjórnvöld, fagaðilar og íbúar geta mótað hið byggða umhverfi í sameiningu og skapað þannig ramma utan um skemmtilegt og fjölbreytilegt samfélag.
Yfirly«singFagfŽlaga_150417_FIN

Enn hefur enginn viðrað skoðun sína á þessu málefni, þú getur hafið umræðuna?

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00