„New Zealand landscape architecture „

menziesBB 300-480

(29. maí 2015 – AÐSENT-FYRIRLESTRAR)

Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA kynnir:

Áhugavert erindi:             „New Zealand landscape architecture “

Fyrirlesari:                          Diane Menzies PhD landslagsarkitekt frá Landcult ltd á Nýja-Sjálandi

Staðsetning:                      Þjóðminjasafninu Suðurgötu 41, 101 Reykjavík  fimmtudaginn 4. júní kl. 17:00

Í byrjun júní verður Diane Menzies landslagsarkitekt með fyrirlestur á vegum FÍLA með yfirskriftinni: „Landslagsarkitektúr á Nýja-Sjálandi“. Diane er með doktorsgráðu í landslagsarkitektúr og hefur kennt við háskólann í Wellington á Nýja-Sjálandi. Hún rekur einnig teiknistofuna Landcult Ltd sem sérhæfir sig í verkefnum sem tengjast menningu og landslagi. Diane er á leiðinni til St. Pétursborgar á heimsráðstefnu IFLA í Rússlandi, en IFLA eru alþjóðleg samtök landslagsarkitekta. Þar verður hún einn af aðal fyrirlesurunum á ráðstefnu IFLA í Rússlandi og kemur við á Íslandi á leið sinni til Rússlands. Diane er fyrrverandi forseti IFLA World og árið 2001 var hún skipuð í umhverfisdómstól Nýja-Sjálands. Hún hefur einnig verið formaður félags landslagsarkitekta á Nýja-Sjálandi og er einn af heiðursfélögum þess félags. Takið þennan tíma frá. Það verður örugglega mjög áhugavert og fróðlegt að kynnast vinnu landslagsarkitekta hinumegin á hnettinum.

 

 

 

Enn hefur enginn viðrað skoðun sína á þessu málefni, þú getur hafið umræðuna?

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00