Málstofa 28. október í LHÍ

Málstofa í tengslum við alþjóðlegan dag arkitektúrs verður haldin 28. október næstkomandi. Málstofan verður sú fyrsta í röðinni sem Arkitektafélag Íslands stendur fyrir í vetur í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Málstofurnar eru öllum opnar og hvetjum við alla að nýta þær sem grundvöll til umræðu.

Á þessari fyrstu málstofu vetrarins verður umfjöllunarefnið nýjasti Feneyjartvíæringur „Reporting from the Front / Fréttir frá átakavettvanginum“ og sjónum beint að bæði mikilvægi vettvangsins til að miðla viðfangsefnum og aðferðum arkitektúrs og velta því upp hver málefnin séu á Íslandi sem ættu heima í þessu samhengi.

Málstofan verður haldin í LHÍ, sal A og hefst klukkan 12:15 og lýkur um klukkan eitt.

 

feneyjar

 

(Sett á vef 25. okt. 2016)

Enn hefur enginn viðrað skoðun sína á þessu málefni, þú getur hafið umræðuna?

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00